1. Forsíða
  2.  » Þjónusta

ReykjavíkurAkademían virkjar og tengir fræðafólk sem starfar að rannsóknum og þekkingarmiðlun utan háskólanna, hvetur til samstarfs, heldur utan um tölfræðiupplýsingar um starf og afurðir félagsfólks og er málsvari stéttarinnar gagnvart stjórnvöldum og vísindasamfélaginu.

Þjónusta Akademíunnar við félagana er margslungin, þverfagleg og einstaklingsmiðuð; auk fyrsta flokks vinnuaðstöðu, funda- og fyrirlestarými með streymis- og upptökubúnaði má nefna: rannsóknaþjónust, Fræðafólkið okkar, veflægt félagatal og Þekking og þjónustu þar sem við lyftum fram sérfræðiþekkingu og kunnáttu fræðafólksins.

Félög og fyrirtæki

Félög og fyrirtæki eru velkomin í Akademíuna. Þar njóta þau ýmissa gæða Akademíunnar og glæða um leið samfélagið í Þórunnartúni.

Fræðafólkið okkar

Ertu að leita að álitsgjafa, þýðanda eða ritstjóra? Eða kannski fyrirlesara, sýningarstjóra eða verkefnisstjóra?

Rannsóknaþjónusta

Akademían er bakhjarl sjálfstætt starfandi fræðimanna sem sækja um styrki í erlenda og innlenda rannsóknarsjóði, hvort heldur er einir eða í samstarfi við fræðimenn hjá öðrum rannsóknarstofnunum.

Bókasafn Dagsbrúnar

Bókasafn Dagsbrúnar er sérfræðisafn á sviði atvinnulífsrannsókna og verkalýðsmála. Safnið er einnig fræðibókasafn í hug-, hag- og félagsvísindum og handbókasafn fyrir ReykjavíkurAkademíuna.