1. Forsíða
  2.  » 
  3. Þjónusta
  4.  » Bókasafn Dagsbrúnar

Bókasafn Dagsbrúnar

Bókasafn Dagsbrúnar er sérfræðisafn á sviði atvinnulífsrannsókna og verkalýðsmála. Safnið er einnig fræðibókasafn í hug-, hag- og félagsvísindum og handbókasafn fyrir ReykjavíkurAkademíuna. Safnið er opið almenningi sem getur skoðað bækur, tímarit og annað safnefni á staðnum. Útlán eru einungis afgreidd sem innanhússlán til félaga ReykjavíkurAkademíunnar sem hafa skrifstofu á staðnum. Í Þórunnartúni eru skrifborð sem gestir safnsins geta nýtt við notkun safnkosts og tenging við þráðlaust net. Einnig er hægt að fá efni ljósritað eða skannað gegn vægu gjaldi. Ingibjörg Hjartardótir hefur umsjón með safninu; eigandi þess er Efling – stéttarfélag en ReykjavíkurAkademían er rekstraraðili þess.

 
Bókasafn Dagsbrúnar
Þórunnartúni 2, 1. hæð
105 Reykjavík
 
Opnunartími: 
Safnið er lokað vegna viðgerða
 

Netfang: bokasafn [hja] akademia.is

Nánari upplýsingar á bokasafndagsbrunar.is