Umsókn um aðild
Með aðild að Félagi ReykjavíkurAkademíunnar (FRA) ertu hluti af samfélagi fræðafólks sem starfar sjálfstætt að rannsóknum og þekkingarmiðlun á sviði menningar og hug- og félagsvísinda.
Auk kosningaréttar á aðalfundi félagsins felst í aðildinni; aðgangur að Akademónar – póstlista ReykjavíkurAkademíunnar og möguleiki á að taka þátt í félagsstarfi og ferðum sem skipulagðar eru af FRA. Einnig þátttaka í ókeypis eða niðurgreiddum námskeiðum og færi á að hafa frumkvæði að og halda opinbera fyrirlestra á vegum ReykjavíkurAkademíunnar. Þá fá félagar eigin síðu í Fræðafólkið okkar – rafrænt fræðimannatal ReykjavíkurAkademíunnar og er velkomið að kíkja við í kaffi og spjall í Þórunnartúni 2. Þá njóta félagar afsláttar á tölvuviðgerðum og annarri þjónustu Tæknihornsins.
Gegn sanngjörnu gjaldi fá félagar einnig aðgang að fjölbreyttri þjónustu ReykjavíkurAkademíunnar. Þar má nefna leigu á vinnurými, aðgang að prentara og skanna, akademíunetfang, kynningu á sérþekkingu og hæfni á síðunni Þekking og þjónusta, aðstoð við kynningu og markaðssetningu, aðgang að góðri funda- og fyrirlestraaðstöðu með fjarfunda-, upptöku- og streymisbúnaði og að rannsóknaþjónustu. Þá má nefna skráningu í IRIS (Icelandic Research Information System)
Árgjald 2023-2024 er kr. 3.500 fyrir einstaklinga og 14.500 fyrir félagasamtök og fyrirtæki.