1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Þjónustusamningur við Sagnfræðingafélagið

Þjónustusamningur við Sagnfræðingafélagið

by | 21. Mar, 2024 | Fréttir

Hlutverk RA Nýlega var undirritaður þjónustusamningur milli ReykjavíkurAkademíunnar og Sagnfræðingafélag Íslands um aðgengi félagsins að fundarrýmum ReykjavíkurAkademíunnar. Í samningnum felst að félagið fær afhenda lykla að að Miðstöð fræða á fyrstu hæð Akademíunnar og getur þar með nýtt fundaraðstöðuna. Skilyrðin eru að félagið sé aðili að Félagi ReykjavíkurAkademíunnar og hafi greitt árgjöldin.

Aðgangur að Miðstöðinni miðast við:

  • Fundi stjórnar Sagnfræðingafélagsins í Ráðslagi, fundarherbergi á fyrstu hæð ReykjavíkurAkademíunnar ásamt fundarbúnaði. Fundarherbergið er pantað á forsíðu vefs Akademíunnar, www.akademia.is og er miðað við að fundir séu að meðaltali einu sinni í mánuði.
  • Aðgangur að Dagsbrún, fundarsal ReykjavíkurAkademíunnar fyrir félagsviðburði eftir kl. 18 og um helgar að hámarki einu sinni í mánuði.. Fundarsalur er pantaður á forsíðu vefs Akademíunnar og er háð samþykki skrifstofu. [email protected]
  • Aðgangur að Dagsbrún, fundarsal ReykjavíkurAkademíunnar fyrir opinbera gjaldfrjálsa viðburði svo sem bókakvöld, fyrirlestra eða málþing. Slíkir viðburður skulu að jafnaði vera í samvinnu við Akademíuna og að höfðu samráði við skrifstofu.

 

Þá er upptöku- og streymisbúnaður Akademíunnar er til reiðu fyrir félagið en það greiðir sjálft tæknimann sem ReykjavíkurAkademían hefur milligöngu um að útvega. Þá er gengið út frá því að í kynningum á viðburðum sé tekið fram að viðburðurinn sé haldinn í Dagsbrún, fundarsal ReykjavíkurAkademíunnar á fyrstu hæð í Þórunnartúni 2 og að umgengni sé góð.

Fleiri fræðafélög eru velkomin að hafa samband við skrifstofu ReykjavíkurAkademíunnar og gera við Akademíuna sambærilegan samning um aðgengi að Miðstöð fræða.