ReykjavíkurAkademían heiðraði minningu Þorgerðar H. Þorvaldsdóttur (1968-2020) sagn-og kynjafræðings, með Þorgerðarmálum sem haldin voru í Dagsbrún, fundarsal ReykjavíkurAkademíunnar, laugardaginn 17. september sl.
Við þökkum gestum og fyrirlesurum fyrir ógleymanlegan dag.
Þorgerðarmál – upptaka af málþinginu
Myndir eru á Facebooksíðu Akademíunnar
Nánari upplýsingar eru á vefsíðu Þorgerðarmála
Þ o r g e r ð a r m á l
laugardaginn 17. september 2022 kl. 13–16
í Dagsbrún, sal ReykjavíkurAkademíunnar, Þórunnartúni 2.
til minningar um dr. Þorgerði H. Þorvaldsdóttur, sagn- og kynjafræðing, sjálfstætt starfandi
fræðimann í ReykjavíkurAkademíunni og sérfræðing hjá Sagnfræðistofnun.
Þátttakendur eru beðnir um að skrá sig á netfangið ra [hja] akademia.is fyrir kl. 16 fimmtudaginn 15. september 2022.
Málþingið verður tekið upp og gert aðgengilegt á miðlum Akademíunnar.
Nánari upplýsingar á síðu Þorgerðarmála.
Dagskrá:
Dr. Ingunn Ásdísardóttir, þjóðfræðingur í ReykjavíkurAkademíunni, setur málþingið.
Dr. Þorgerður Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands:
Listin að kafa til botns og fljúga hátt í senn.
Dr. Guðný Gústafsdóttir, kynjafræðingur og verkefnisstjóri við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands:
Í fótspor Fjallkonunnar.
Hafdís Erla Hafsteinsdóttir, doktorsnemi í sagnfræði við Háskóla Íslands:
Konur, klæðnaður og vald. Íslenskar konur í buxum að fornu og nýju.
Lilja Hjartardóttir, stjórnmálafræðingur í ReykjavíkurAkademíunni:
Konur á mörkuðum.
Stutt hlé
Linda Vilhjálmsdóttir, rithöfundur flytur fjallkonuljóðið úr ljóðabókinni Smáa letrið.
Kristrún Heimisdóttir, lektor í lögfræði við Háskólann á Bifröst og fellow við Columbia- háskóla:
Þor í fræðum − skarphygli Þorgerðar.
Dr. Erla Hulda Halldórsdóttir, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands:
Sagnfræðin, femínisminn og fortíðin.
Dr. Irma J. Erlingsdóttir, prófessor í frönskum samtímabókmenntum og forstöðumaður Alþjóðlegs jafnréttisskóla (GEST) og RIKK.
Afbygging sem aðferð. Lestur Þorgerðar H. Þorvaldsdóttur á íslenskum kynjaveruleika.
Fundarstjóri: Dr. Ásthildur Elva Bernharðsdóttir, viðskipta- og stjórnmálafræðingur, dósent við Háskólann á Bifröst.
Skipuleggjendur: Bára Baldursdóttir sagnfræðingur og Lilja Hjartardóttir stjórnmálafræðingur.