ReykjavíkurAkademían óskar Dr. Sumarliða Ísleifssyni sagnfræðingi hjartanlega til hamingju með Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita og bóka almenns eðlis árið 2020. Verðlaunin hlaut Sumarliði fyrir bókina Í fjarska norðursins: Ísland og Grænland – viðhorfasaga í þúsund ár sem fjallar um og ber saman, viðhorf til Íslands og Grænlands allt frá miðöldum til okkar tíma.
Sumarliði starfaði innan ReykjavíkurAkademíunnar á árinum 1998-2012. Þar sem hann stundaði rannsóknir á ímyndasögu Íslands og Grænlands og stýrði rannsóknaverkefninu Iceland and Images of the North. Sumarliði hefur komið að ritun fjöldi greina í innlendum og erlendum tímaritum og bóka og meðal annarra fræðistarfa má nefna ritun Sögu Alþýðusambands Íslands (I-II, 2013) og Stjórnarráðs Íslands 1964-2004 (ritstjóri og höfundur að hluta, I-III, 2004).
Í fjarska norðursins er gefin út af Sögufélaginu og er ritstjóri hennar Dr Íris Ellenberger sem einnig starfaði lengi innan ReykjavíkurAkademíunnar.
Á vef Háskóla Íslands er ítarlegt yfirlit yfir fræðastörf Sumarliða.