Í liðinni viku voru tveimur akademónum veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi þýðingar sínar sem komu út á síðasta ári.
Jón Hallur Stefánsson rithöfundur og þýðandi hlaut þýðingarverðlaun barnabókaverðlauna menntaráðs Reykjavíkur fyrir bókina Þjófadrengurinn Lee Raven eftir Zizou Corder og Kristján Árnason bókmenntafræðingur og þýðandi hlaut íslensku þýðingarverðlaunin fyrir þýðingu sína á Ummyndunum eftir Óvíd
ReykjavíkurAkademían óskar Jóni Halli og Kristjáni innilega til hamingju með verk sín og verðlaunin.