1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Umgjörð Framtíðarnefndar og Rannsóknanefndar

Umgjörð Framtíðarnefndar og Rannsóknanefndar

by | 5. Dec, 2024 | Fréttir

Í tengslum við endurskoðun á stjórnskipulagi ReykjavíkurAkademíunnar á starfsárinu 2023-2024 var meðal annars unnið nýtt skipurit fyrir RA ses. sem fangar upp og festir í sessi  hlutverk og ábyrgð stjórnar og starfsnefnda, starfsfólks á skrifstofu og ýmissa aðila sem starfa að því að byggja upp ReykjavíkurAkademíuna til lengri og skemmri tíma.

Á fundum var rætt um að setja þyrfti á fót Framtíðarnefnd og Rannsóknarnefnd og drög lögð að umgjörð um starfsemi og hlutverk beggja nefndanna. Það kom svo í hlut stjórnar 2024 – 2025 að festa umgjörð beggja nefndanna niður og var það gert á fundi stjórnar 4. desember 2024. Báðar nefndirnar eru skipaðar til 3ja ára í senn af stjórn ReykjavíkurAkademíunnar.

 

Hlutverk Framtíðarnefnd

Hlutverk Framtíðarnefndar er að vanda umræðu og ákvörðunartöku stjórnar RA fyrir umræður um framtíðarsýn og stefnumörkun RA til lengri tíma. Helstu verkefni Framtíðarnefndar eru að fjalla um og undirbúa umræðu stjórnar um stefnumótun og innleiðingu hennar, forgangsröðun meginverkefna, rekstrarumhverfi stofnunarinnar og viðskiptamódel. Sjá nánar í ramma um Framtíðarnefnd ReykjavíkurAkademíunnar (4. desember 2024).

 

Hlutverk Rannsóknarnefndar

Hlutverk Rannsóknarnefndar er að vanda umræðu og ákvörðunartöku stjórnar RA fyrir umræður um
rannsóknir og nýsköpun til lengri tíma. Helstu verkefni Rannsóknarnefndar eru að fjalla um og undirbúa
umræðu stjórnar um stefnu stofnunarinnar á sviði rannsókna og nýsköpunar, ræktun rannsóknahópa við
RA og stuðning við vísindamenn. Einnig að aðstoða við tengsl RA við aðrar rannsóknastofnanir og eflingu
RA sem vettvangs samstarfsverkefna. Sjá nánar í ramma um Rannsóknanefnd ReykjavíkurAkademíunnar (4. desember 2024).