1. Forsíða
  2.  » 
  3. Útgáfa RA
  4.  » 
  5. Annað útgefið efni
  6.  » Undan huliðshjálminum. Fræðasamfélagið utan háskólanna

Undan huliðshjálminum. Fræðasamfélagið utan háskólanna

by | 25. May, 2023 | Annað útgefið efni, Fréttir

Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir og Lilja Hjartardóttir rituðu greinina Undan huliðshjálminum. Fræðasamfélagið utan háskólanna sem birtist í vorhefti Sögu, Tímariti Sögufélagsins (LXI:1, 2023). Þar fjalla þær um bága stöðu fræðafólks, bæði á atvinnumarkaði og þegar kemur að aðgengi að styrkjum úr  opinberum sjóðum.

Greinin byggir á greiningarvinnu sem fór fram í tengslum við undirbúing tuttugu og fimm ára afmælis RA árið 2022. Af því tilefni voru haldin tvö málþing. Í tengslum við það fyrra „Dútlað við þjóðarsálina.“ Auðlegð í aldarfjórðung var unnið yfirlit yfir þekkingamiðlun Akademíunnar á árunum 1997-2021. og í tengslum við seinna afmælismálþingið, Sjálfstæðir rannsakendur – umhverfi og áskoranir, var unnin greining á þróun á úthlutunum styrkja úr Rannsóknasjóði. Niðurstöður greiningarinnar á aðgengi að styrkjum úr opinberum sjóðum birtust i skýrslunni Opinber fjármögnun rannsókna fræðafólks sem starfar sjálfstætt. Tillögur til úrbóta sem kom út í skýrsluröð ReykjavíkurAkademíunnar (RA-2022-3).

Þá fór fram á sama tíma skoðun á (ó)sýnleika fræðafólks á atvinnumarkaði sem m.a. er skýrist af því hversu dreifður hópurinn er þegar kemur að skráningu starfseminar (ISAT 2008) og hversu lítil veltan hvers fræðimanns er, hvort sem starfsemin er rekin á eigin kennitölu eða á kennitölu fyrirtækis. Í þessu samhengi var unnið minnisblað árið 2022 þar sem fjallað var um ósýnileika Fræðigreina í hagtölum og til hvaða fjölþættu ráða þarf að grípa til þess að auka sýnileika fræðafólks á atvinnumarkaði og í hagtölum.