Hugmyndir 21. aldarinnar er röð málþinga á vegum ReykjavíkurAkademíunnar þar sem leitast er eftir að efna til þverfaglegra umræðu um strauma og stefnur í mannvísindum samtímans og með hvaða hætti þeir birtast í verkum íslenskra vísindamanna.
Þann 22. september síðastliðinn var málþingið haldið undir yfirskriftinni Iðkun kyns og þjóðar þar sem Gyða Margrét Pétursdóttir, Helga Þórey Björnsdóttir, Kristinn Schram og Ólafur Rastrick kynntu rannsóknir sínar, ræddu kenningalegar undistöður og aðferðafræðilega nálgun.
Umræðustjóri var Jón Ólafsson.
Hér fyrir neðan má sjá og heyra upptökur frá málþinginu.
Gyða Margrét Pétursdóttir – Krítísk karlmennska og kvenska.
Helga Þórey Björnsdóttir – Hervæðing kyns og rýmis.
Kristinn Schram – Norðurhyggja: Nálganir á þverþjóðlega iðkun og framandgervingu Norðursins.
Ólafur Rastrick – Íslensk menning: Pælingar, pólitík og praktík.