Þann 5. október síðastliðin stóðu Sagnfræðingafélag Íslands, Sögufélagið og ReykjavíkurAkademían fyrir málþingi undir yfirskriftinni „Guð blessi ísland“ – fimm árum síðar og tóku þar til máls Kristín Loftsdóttir mannfræðingur, Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur, Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og Gylfi Zöega hagfræðingur.
Hér að neðan má sjá og heyra upptökur frá málþinginu.
Kristín Loftsdóttir – „Að komast í fremstu röð“: Íslensk þjóðarímynd og vöruhús minninga.
Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur – „Hrun, hvaða hrun?“ Áhrif efnahagsmála á sjálfsmynd þjóðar.
Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur – Dómur sögunnar. Bankahrunið og sagnfræðileg álitamál.
Gylfi Zoëga hagfræðingur – Bankahrunið fimm árum síðar: Höfum við eitthvað lært?