1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Útgáfufregn: Þórunn Valdimarsdóttir, Lítil bók um stóra hluti

Útgáfufregn: Þórunn Valdimarsdóttir, Lítil bók um stóra hluti

by | 18. Feb, 2023 | Fréttir

Nýlega kom út Lítil bók um stóra hluti. Hugleiðingar. Þar fjallar Þórunn Valdimarsdóttir sagnfræðingur og rithöfundur  á einstakan og hispurslausan hátt um ,,tengingar af alls kyns tagi” eins og höfundurinn sjálfur segir í Einskonar inngangi að séu kjarni bókarinnar.

Á baksíðu bókarinnar segir hins vegar:

,,Tókst mér ekki örugglega að ganga fram af öllum og sjálfri mér líka?” Þetta segir Þórunn Valdimarsdóttir á einum stað í þessari einstæðu bók eftir að hafa velt fyrir sér samskiptum kynjanna innan og utan hjónabands. Það er samt ekki markmið höfundar að ganga fram af fólki heldur tekst hún hér á við stórar spurningar. Og hún gerir það á sinn hátt: stundum með stríðnislegu glotti eða blíðu brosi, stundum með ögrandi og nýstárlegum hugmyndum og stundum með alvöruþunga og skarpri sýn. Hún lætur hér reyna á alls konar pælingar um hlutskipti okkar mannanna og framferði á jörðinni og skapar sífellt óvæntar tengingar af undraverðu áreynsluleysi, innblásin af tilvistarheimspeki og sagnfræði, náttúrulífsmyndum og auðvitað eigin lífsreynslu sem kona, fræðimaður, rithöfundur, móðir, eiginkona, skáld og manneskja. Hún fjallar um ræktun sálarinnar og orkustöðvar líkamans, kynlíf og ástarsambönd, Guð og guðleysi, fjarveru og nánd, náttúru og menningu. Hún er hispurslaus og fyndin, angurvær og ljóðræn, margbrotin og einlæg, hún sjálf, engri lík.

Þórunn starfar í ReykjavíkurAkademíunni en útgefandi Lítillar bókar um stóra hluti er JPV útgáfa / Forlagið.

 

Þórunn ValdimarsdóttirBókin hefur þegar fengið góðar viðtökur og umfjöllun.

Hreinn S. Halldórsson, Kona skrifar bleika bók. Guðfræðileg skemmtiganga, kirkjubladid.is.  Kirkjublaðið, 2023

Viðtal við Þórunni í Víðsjá Rásar1 14. febrúar 2023 og í Morgunútvarpi Rásar2 17. febrúar 2023 og í Víðsjá 14. febrúar.

Viðtal Völu Matthíasdóttur við Þórunni á Íslandi í dag, 13. mars 2023.