Akademónarnir Ásta Kristin Benediktsdóttir og Hafdís Erla Hafsteinsdóttir hluti styrk úr rannsóknasjóði fyrir árið 2020. Ásta Kristín fékk 15 mánaða nýdoktorsstyrk og Hafdís Erla 3 ára doktorsstyrk. Styrkirnir eru hluti af verkefninu frá kynferðislegum útlögum til fyrirmyndarborgara: Tengsl hinsegin kynverunda og þjóðernis á Íslandi 1944–2010.
Verkefnisstjórinn Íris Ellenberger yfirgaf Akademíuna nú í byrjun hausts þegar hún hóf störf hjá Háskóla Íslands.
ReykjavíkurAkademían óskar þessum þremur fræðimönnum innilega til hamingju en vekur um leið athygli á þeirri leiðu staðreynd að einungis 14 % umsókna fengu styrk úr sjóðnum og að af 55 styrkjum voru eingöngu 2 styrkir í flokki hugvísinda og lista.