Sumarstarf hjá RA

Laust er til umsóknar sumarstarf við ReykjavíkurAkademíuna fyrir háskólanema. Starfið gengur út á að safna saman til birtingar á heimasíðu stofnunarinnar útgefnu efni þeirra fjölmörgu fræðimanna og rannsóknarverkefna sem hafa starfað undir hatti Akademíunnar frá stofnun árið 1997. Einnig að miðla og ritstýra efni á heimasíðu stofnunarinnar. Sótt er um starfið í gegnum vef Vinnumálstofnunar fyrir Lesa meira >

Gáfnaskrín og Ráðslag eða…?

(fyrir demóna) Kl. 16 í dag rennur út frestur til þess að skila tillögum í samkeppni um nöfn á fundarherbergi okkar á fyrstu og annari hæð. Niðurstaðan kynnt og sigurvegaranum hampað á gjörningnum Út úr kófinu, fyrsta og síðasta öndvegi vetrarins sem er í burðarliðnum.

Út úr kófinu: fagnaðargjörningur (RA og AkAk)

Fundarsalur ReykjavíkurAkademíunnar Þórunnartún 2, Reykjavík, Iceland

Fyrir: Akademóna og Félaga AkureyrarAkademíunnar: Nú er loks kominn tími á fagnaðargjörninginn  „Út úr kófinu“ sem við höfum beðið eftir að mega framkvæma hér í túni Þórunnar. Með honum viljum við ekki einungis fagna þessu sumri sem mun leiða okkur Íslendinga út úr kófinu - heldur og þakka Þórunni fyrir að hafa verndað okkur demóna á Lesa meira >

Í öndvegi: Björn Stefánsson

Við stóra borðið Þórunnartúni 2, Reykjavík, world without borders, Iceland

(Fyrir demóna) Nú er komið að því að setja okkur sjálf í öndvegi á ný.  Björn Stefánsson ríður á vaðið við stóra borðið og talar um og ber saman þjóðfélagsgerðir mótaðar a) af almennum gjaldmiðli (peningum) og b) af sjóðsvali. miðvikudaginn 16. júní kl. 12:05. Mætið klukkan tólf til að fá ykkur af veitingunum áður Lesa meira >

Í öndvegi: Ólafur Haukur Árnason

Við stóra borðið Þórunnartúni 2, Reykjavík, world without borders, Iceland

(Fyrir demóna) Ólafur Haukur Árnason doktorsnemi sest í öndvegi stóra borðsins og greinir frá viðfangsefnum sínum síðustu mánuði. Mætið klukkan tólf til að fá ykkur af veitingunum áður en Ólafur Haukur hefur mál sitt.

FRESTAÐ: Öllum til heilla – samtal um samfélagslistir 1/5

Fundarsalur ReykjavíkurAkademíunnar Þórunnartún 2, Reykjavík, Iceland

ReykjavíkurAkademían stendur veturinn 2021-2022 fyrir streymisröðinni Öllum til heilla – samtal um samfélagslistir sem ætlað er öllum þeim sem gæta hagsmuna jaðarsettra einstaklinga og hópa og vinna á skapandi hátt að valdeflingu og inngildingu þeirra. Tilgangur streymaraðarinnar er tvíþættur; að ræða um og kynna aðferðir samfélagslista og skapa fagfólki á sviðinu vettvang til að ræða saman Lesa meira >

Í Öndvegi: Hvers eiga Afganir að gjalda?

Dagsbrún, fundarsalur ReykjavíkurAkademíunnar Þórunnartúni 2, Reykjavík, world without borders, Iceland

Öndvegi: Hvers eiga Afganir að gjalda? (fyrir akademóna Lilja Hjartardóttir rifjar upp sögu Afganistans og hvers vegna landið er kallað legstaður stórveldanna.

Í Öndvegi: Öllum til heilla – samtal um samfélagslistir

Dagsbrún, fundarsalur ReykjavíkurAkademíunnar Þórunnartúni 2, Reykjavík, world without borders, Iceland

Öllum til heilla - samtal um samfélagslistir

Björg Árnadóttir segir frá undirbúningi Öllum til heilla - samtal um samfélagslistir málþing sem ReykjavíkurAkademían heldur í samvinnu við Reykjavíkurborg í tengslum við Listahátíð í Reykjavík fyrst árið 2020, svo 2021 en verður loks 2022.

Fræðin færð til bókar

Miðvikudaginn 21. September kl. 17 verður Særún Lísa Birgisdóttir þjóðfræðingur með fyrirlesturinn Fræðin færð til bókar í Dagsbrún fyrirlestrarsal Reykjavíkur Akademíunnar á fyrstu hæð Þórunnartúns 2. Særún útskrifaðist með mastersgráðu í þjóðfræði árið 2014 en í lokaverkefni sínu rannsakaði hún birtingarmyndir samkynhneigðra karlmanna allt frá Íslendingasögunum og fram yfir hernám. Nú hefur Særún skrifað bók sem Lesa meira >