Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Að skoða nýjar byggingar í Kvosinni

22. November kl. 14:30 - 19:00

Stjórn FRA hefur skipulagt gönguferð um Miðbæinn föstudaginn 22. nóvember 2024 fyrir okkur og maka. Skráning nauðsynleg

Göngutúrinn hefst í Smiðju Alþingis, gengið inn á horni Kirkjustrætis og Tjarnargötu, kl. 14:30. Þar mun Margrét Harðardóttir, arkitekt, annar af arkitektum hússins, taka á móti okkur og kynna okkur bygginguna og sýna hana. Eftir það göngum við yfir í nýja Landsbankahúsið og skoðum það. Þar er mæting 16:15. Halldóra Vífilsdóttir, arkitekt, mun sýna okkur bygginguna og kynna hana. Að lokum mætum við í anddyri EDITION-hótelsins þar sem starfsfólk mun sýna okkur hótelið, ræða um starfsemi þess og kannski hvaða gesti hótelið fær, um eigendur og alþjóðlega starfsemi þess.

Lokapunktur gönguferðarinnar verður á barnum á efstu hæð EDISON, 7undu hæð, hann mun heita ROOF og af honum fallegt útsýni og veitingr sérlega bragðgóðar. Þessi viðburður kemur sem sagt í stað Sælustundar.

Á borðið í eldhúsinu er nú að koma miði þar sem fólk þarf að skrá sig og hvort maki komi með eða ekki. Við þurfum að gefa gestgjöfunum upp fjöldann fyrirfram.

Tímasett dagskrá:
14.30 Smiðjan – Margrét Harðardóttir
16.15 Landsbankahúsið – Halldóra Vífilsdóttir
17.30 Hótel Reykjavík Edition

Details

Date:
22. November
Time:
14:30 - 19:00

Organizer

Félag ReykjavíkurAkademíunnar
Email
ra@akademia.is
View Organizer Website