- This event has passed.
Bókakvöld um sagnfræði
3. April 2019 kl. 20:00 - 22:30
Bókakvöld um sagnfræði verður haldið miðvikudagskvöldið 3. apríl kl. 20:00 í sal ReykjavíkurAkademíunnar í Þórunnartúni 2, 4. hæð.
Þar verður fjallað og spjallað um fimm spennandi sagnfræðiverk sem komu út á liðnu ári. Bókakvöldið er skipulagt í samvinnu Sagnfræðingafélags Íslands, tímaritsins Sögu, Sögufélags og ReykjavíkurAkademíunnar.
Dagskráin verður sem hér segir:
- Kristín Ástgeirsdóttir fjallar um bók Báru Baldursdóttur og Þorgerðar H. Þorvaldsdóttur, Krullað og klippt. Aldarsaga háriðna á Íslandi (Hið íslenska bókmenntafélag)
- Hjalti Hugason fjallar um bók Sverris Jakobssonar, Kristur. Saga hugmyndar (Hið íslenska bókmenntafélag)
- Þorgerður H. Þorvaldsdóttir fjallar um bók Kristínar Svövu Tómasdóttur, Stund klámsins. Klám á Íslandi á tímum kynlífsbyltingarinnar (
Sögufélag)
Kaffihlé
- Guðný Hallgrímsdóttir fjallar um bók Þórunnar Jörlu Valdimarsdóttur, Skúli fógeti. Faðir Reykjavíkur – saga frá 18. öld (JPV)
- Ragnheiður Kristjánsdóttir fjallar um bók Gunnars Þórs Bjarnasonar, Hinir útvöldu. Sagan af því þegar Ísland varð sjálfstætt ríki árið 2018 (Sögufélag)
Allt sagnfræðiáhugafólk er hvatt til að fjölmenna á bókakvöldið.