Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Dagsbrúnarfyrirlesturinn: Svanur Kristjánsson

7. March 2019 kl. 12:00 - 13:00

Að þessu sinni flytur Svanur Kristjánsson stjórnmálafræðingur og prófessor emeritus fyrirlestur undir yfirskriftinni Róttæk og öflug verkalýðshreyfing eða gönuhlaup nýrrar forystu?
Nánar um fyrirlesturinn:

Frá Þjóðarsátt 1990 ríkti umtalsverð sátt um starfsemi íslenskra verkalýðsfélaga. Sú sátt er núna í uppnámi. Á opinberum vettvangi eru sagðar tvær sögur:

1.      Íslenskt verkafólk er að rísa upp og kasta af sér hlekkjum lágra launa, forstjóravalds og fjandsamlegs ríkisvalds sem fyrst og síðast gætir hagsmuna þeirra ríku og voldugu. Ný forysta mun leiða sókn íslensks verkalýðs til nýs þjóðfélags þar sem hagur vinnandi fólks, kvenna sem karla, er í öndvegi. Verkföll þjóna tviþættum tilgangi: Knýja atvinnurekendur til að ganga að sanngjörnum kröfum verkafólks og eru vinnandi fólki til valdeflingar og baráttugleði.

Róttæk og öflug verkalýðshreyfing verður að veruleika.

2.      Lífskjör á Íslandi eru almennt mjög góð. Verkalýðsbarátta er hins vegar átumein í þjóðfélaginu; skapar sundrungu í stað samheldni. “Vinnuveitendur” eru drifkraftur hagvaxtar; kaup og kjör “launþega” ætti að miðast við greiðslugetu atvinnuveganna. Verkalýðsfélög eiga ekki hafa nein afskipti af stjórnmálum eða þjóðmálum yfirleitt.

Nýtt forystufólk verkalýðsfélaganna eru ofstækisfullir grillufangarar fastir í úreltum hugmyndum um stéttabaráttu og sósíalisma sem ætíð leiða til fátæktar og örbirgðar.

Verkföll eru úrelt baráttutæki.

Gönuhlaup nýrrar verkalýðsforystu mun leiða hörmungar yfir íslenskt verkafólk og þjóðfélagið allt.

Í fyrirlestrinum verður gerð grein fyrir sögulegum uppruna frásagnanna tveggja. Tekið skal fram að fyrirlesari er ekki aðdáandi þeirrar söguskoðunar að sannleikurinn sé ætíð afstæður. Því verður reynt að meta fræðilega stöðu og framtíðarhorfur íslenskrar verkalýðshreyfingar á umbrotatímum.

Svanur Kristjánsson er fyrrverandi prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og fræðimaður við ReykjavikurAkademíuna. Meðal verka hans um íslenska verkalýðshreyfingu og verkalýðsflokka eru: Íslensk verkalýðshreyfing 1920-1930 (1976); “Kommúnistahreyfingin á Íslandi: Þjóðlegir verkalýðssinnar eða handbendi Stalíns ?” Saga (1984); “Hin ósæta verkalýðshreyfing”. Þjóðlíf (1986).

Dagsbrúnarfyrirlesturinn er haldinn í samvinnu ReykjavíkurAkademíunnar, Bókasafns Dagsbrúnar og Eflingar-stéttarfélags.

Details

Date:
7. March 2019
Time:
12:00 - 13:00