- This event has passed.
Fundur Akademíanna í Húnavatnssýslu(m)
18. March 2023 kl. 08:00 - 19. March 2023 kl. 17:00
(fyrir (aka)demóna RA og AkAk)
Helgina 18.-19. mars munu (aka)demónar norðan og sunnan heiða leggja land undir fót í þeim tilgangi einum að hittast og kynnast og skjóta fastari stoðum undir sívaxandi samstarf Akademíanna.
Áherslan er á gleði og gaman í þessari fyrstu árvissu ferð Akademíanna og þannig efla tengslin milli einstaklinganna sem við vitum að eru forsenda aukins samstarfs um fræðslu, rannsóknir, miðlun og aukinn sýnileika sjálfstætt starfandi fræðimanna.
Í þeim anda hefur undirbúningsnefndin skipulagt sannkallaða skemmti- og fræðsluferð meðfram þjóðvegi 1,sem hefst á Hótel Laugarbakka í Miðfirði kl. 11 á laugardegi og lýkur á sama stað kl. 15 á sunnudegi.