- This event has passed.
Í öndvegi: Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur, Lestur af pappír og skjá.
17. January 2019 kl. 12:05 - 13:00
Í fyrirlestrinum fer Haukur yfir nýjar rannsóknarniðurstöður um samanburð lesmiðla og áhrif snjalltækja á lestur og einbeitingu og er m.a. minnst á niðurstöður rannsókna bandarísku prófessoranna Naomi Baron frá 2015 og
nýjar rannsóknir Maryanne Wolf sem vakið hafa mikla athygli. Þá verður kynnt niðurstaða rannsóknar um stöðu þessara lesmiðla hér á landi, sem framkvæmd var af Félagsvísindastofnun HÍ og Haukur vann úr og birti grein um í vorhefti Skírnis 2018. Rannsóknin var framlag Íslands til evrópska verkefnisins e-read og styrkt af Innanríkisráðuneytinu og Menntamálaráðuneytinu.
Haukur Arnþórsson er sjálfstætt starfandi fræðimaður við ReykjavíkurAkademíuna. Hann átti áður aldarfjórðungs feril í upplýsingatæknigeiranum og rannsakar ekki síst samfélagsleg áhrif upplýsingatækni. Hann hefur verið virkur í rannsóknarstarfsemi á vegum ESB og sat í haust sem leið viðamikla ráðstefnu á vegum e-read verkefnisins, sem einmitt fjallaði um lestur og snjalltæki.