- This event has passed.
Í Öndvegi: (Í)Mynduð elsta ritlist, Þorgeir Sigurðsson
5. November kl. 12:00 - 13:00
(Í)Mynduð elsta ritlist.
Hér eru skoðaðar heimildir um það sem skrifað var í Noregi og Íslandi áður en Íslendingaögur voru samdar.
Síðan er ættartalan framan við Melabók skoðuð en hún hefur verið ólæsileg síðan Jón Sigurðsson notaði sýru til að lesa þær á 19. öld.
Hún virðist vera eina varðveitta ættartölu höfðingja sem skrifuð var um 1200 eða fyrr. Ég sýni ykkur áhugaverð brot úr ættartölunni sem ekki er almennt vitað um og tengjast Guðmundi góða og Agli Skallagrímssyni.
Fyrirlesarinn er Þorgeir Sigurðsson:
Þorgeir er rafmagnsverkfræðingur með framhaldsmenntun frá DTU í Kaupmnannahöfn. Hanns sérhæfði sig i´gerði talgervla og vann við máltækni (stöðlun) en lengst við geislavarnir. Hann lauk doktorsprófi í íslenskri málfræði og hefur birt fjölda greina á Íslandi og erlendis og haldið fyrirlestra á því sviði. Meðal annars hefur hann þróað aðferðir við að lesa illlæsileg handrit.