- This event has passed.
Í Öndvegi: Sólrún Harðardóttir, Ó, Reykjavík, fræðsluvefur
8. March 2023 kl. 12:00 - 13:00
Fyrir fólk í húsi
Sólrún Harðardóttir, sem er kennari og námsefnishöfundur, fjallar um mikilvægi þess að börn kynnist nánasta umhverfi sínu, nýti það til athugana og náms, læri að njóta þess og þykja vænt um það. Með þann grunn verða ókunnar „heimabyggðir“ aðgengilegri og sömuleiðis pælingar um umhverfismál og náttúruna á jörðinni okkar almennt. Sólrún er með í vinnslu fræðsluvef um náttúru Reykjavíkur fyrir kennara og nemendur grunnskóla sem kallast Ó, Reykjavík og á síðasta ári var opnaður vefur eftir hana um náttúru Kópavogs.