Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Lýðræði og góðir stjórnarhættir með raðvali og sjóðvali

24. October 2019 kl. 12:00 - 13:00

Björn Stefánsson

Í fyrirlestrinum Lýðræði og góðir stjórnarhættir með raðvali og sjóðvali segir dr. Björn Stefánsson frá samstarfsverkefni sem nýlega fór af stað á vegum uppbyggingarsjóðs EES og býður þjálfun í lýðræði og góðum stjórnarháttum árin 2020-2024 í suðaustur- og austurhluta Evrópu.

Þjálfunin byggir á aðferðunum raðval og sjóðval og snýr þátttaka Björns í verkefninu að beitingu þeirra. Björn hefur lengi rannsakað aðferðir við atkvæðagreiðslu og kosningu og eru aðferðirnar raðval og sjóðval þróaðar á vegum Lýðræðissetursins sem Björn veitir forstöðu.
Raðval og sjóðval voru kynntar í ritinu Lýðræði með raðvali og sjóðvali, sem Lýðræðissetrið gaf út árið 2003, fyrst á íslensku og norsku og síðar á ensku og fleiri tungumálum. Á þessu ári gaf það út nýtt rit, á íslensku, norsku og ensku, Raðval og sjóðval—Staðan í árslok 2018. Greinar og athugasemdir síðan 2003. Í báðum ritunum eru tilbúin og raunveruleg fjölbreytileg dæmi um raðval og sjóðval, sem þátttakendur í verkefninu geta stuðst við.

Verkefninu er stýrt af ECES, Center for European Perspective, skrifstofu sem rekin er á vegum EES í Ljubliana í Slóveníu og var þaðan leitað eftir þátttöku Lýðræðissetursins. Nánustu samstarfsmenn þess hafa verið í stjórnmálafræði- og hagfræðistofnunum Háskólans í Osló og er verkefnið alfarið framlag Noregs til framangreinds uppbyggingarsjóðs.

Details

Date:
24. October 2019
Time:
12:00 - 13:00