- This event has passed.
FRESTAÐ: Öllum til heilla – samtal um samfélagslistir 1/5
16. September 2021 kl. 12:00 - 13:00
ReykjavíkurAkademían stendur veturinn 2021-2022 fyrir streymisröðinni Öllum til heilla – samtal um samfélagslistir sem ætlað er öllum þeim sem gæta hagsmuna jaðarsettra einstaklinga og hópa og vinna á skapandi hátt að valdeflingu og inngildingu þeirra. Tilgangur streymaraðarinnar er tvíþættur; að ræða um og kynna aðferðir samfélagslista og skapa fagfólki á sviðinu vettvang til að ræða saman um áskoranir og lausnir í starfi sínu.
Verkefnisstjóri ÖLLUM TIL HEILLA er Björg Árnadóttir rithöfundur og ritlistarkennari (bjorg [hja] akademia.is) sem hefur langa reynslu af skapandi og valdeflandi vinnu með jaðarsettu fólki. Reykjavíkurborg er bakhjarl verkefnisins en það er unnið er í samvinnu ReykjavíkurAkademíunnar, Reykjavíkurborgar, Listahátíðar í Reykjavík, Mannréttindaskrifstofu Íslands og fleiri stofnana og félagasamtaka sem eru að bætast í hópinn.