- This event has passed.
Þór Martinsson sagnfræðingur hefur verið ráðinn í starf kynningarfulltrúa ReykjavíkurAkademíu
20. June kl. 08:00
Þór Martinsson sagnfræðingur hefur verið ráðinn í starf kynningarfulltrúa ReykjavíkurAkademíu. Hann mun sinna fjölbreyttum verkefnum sem stuðla að auknum sýnileika ReykjavíkurAkademíunnar og aukinni þátttöku sjálfstætt starfandi fræðafólks í fræðilegri umræðu. Þór er með netfangið [email protected].
Netfang kynningarfulltrúa er [email protected]. Þar verður hægt er að láta vita hvað er á döfinni hjá demónum og verður því komið á framfæri í kjölfarið á viðeigandi stöðum.
Þór er með meistaragráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands. Lokarannsókn Þórs, Einveldi þjóðarinnar frá 2023, fjallar um Stjórnarskrá Íslands 1874. Í ritgerðinni er fjallað um sögulegt mikilvægi stjórnarskrárinnar þar sem innihald hennar er sett í samhengi við heimspólitískar aðstæður tímans þegar hún varð til. Sýnt er fram á að samtalið sem átti sér stað á Íslandi um grundvallaratriði stjórnarskrárgerðar var stór þáttur í myndun almannarýmis (fr. Sphère publique) íslenskra stjórnmála. Við myndun almannarýmis hafi íslenska þjóðin orðið til í pólitískum skilningi þess orðs.