Starfar þú sjálfstætt á vettvangi menningar-, hug- og félagsvísinda og ert í leit að skrifstofuhúsnæði? Ef svo er, gæti ReykjavíkurAkademían verið svarið fyrir þig.
ReykjavíkurAkademían ses (RA ses) er rannsókna- og nýsköpunarstofnun sem veitir sjálfstætt starfandi vísinda- og listamönnum starfsaðstöðu og er vettvangur menningar- og fræðilegra viðburða. Í boði er þægileg vinnuaðstaða, wifi, aðgangur að fundarsal og prentara og stórskemmtilegur félagsskapur. Skrifstofur ReykjavíkurAkademíunnar eru vel staðsettar í Þórunnartúni 2 (áður Skúlatún), steinsnar frá Hlemmi og miðbæjarmannlífinu.
Nánari upplýsingar fást í síma 562-8565 eða með því að senda tölvupóst á netfangið: [email protected]