Engish below
Fortíð norðursins endurheimt er heiti á alþjóðlegu rannsóknarverkefni sem hýst er í ReykjavíkurAkademíunni. Það hlaut nýlega þriggja ára verkefnisstyrk úr Rannsóknasjóði (í umsjá Rannís). Undirtitill verkefnisins upplýsir nánar um rannsóknarefnið: Mótun þjóðlegra og þverþjóðlegra sjálfsmynda á grundvelli norrænna fornbókmennta 1750-1900. Könnuð verður virk viðtaka fornbókmenntanna innan ólíkra menningarsviða á nefndu tímabili, með sérstakri áherslu
á hlutverk þessa arfs í hinni þjóðernislegu orðræðu. Rannsóknin tekur til Norðurlandanna og nokkurra fleiri norðurevrópskra landa.
Rannsóknarhópurinn vonast til að renna stoðum undir þá skoðun sína, að fjölbreytileiki þeirra þjóðernislegu viðhorfa sem voru byggð á þessum arfi hafi verið stórlega vanmetinn. Hann hyggst ekki takmarka sig við tilurðar- eða mótunarsögu ákveðinna þjóðríkja, heldur jafnframt kanna hugmyndir sem raungerðust ekki á stjórnmálasviðinu. Þá fá samspil orðræðunnar í mismunandi löndum annars vegar og þverþjóðlegar sjálfsmyndir hins vegar sérstaka athygli. Aðferðafræðileg nálgun teymisins byggir á nýjustu rannsóknum á menningarlegri þjóðernishyggju, auk þess sem höfð verður hliðsjón af histoire croisée.
Aðalrannsakendur eru þrír: Gylfi Gunnlaugsson, Reykjavík, sem jafnframt er verkefnisstjóri, Clarence E. Glad, Reykjavík, og Jon Gunnar Jørgensen, Osló. Aðrir beinir þátttakendur eru: Auður Hauksdóttir, Reykjavík, Bragi Þorgrímur Ólafsson, Reykjavík, Paula Henrikson, Uppsölum, Gunilla Hermansson, Gautaborg, Thomas
Mohnike, Strasbourg, Klaus Johan Myrvoll, Stavanger, Katja Schulz, Frankfurt am Main/Reykjavík og Kim Simonsen, Tórshavn/Reykjavík. Náinn samstarfsmaður er Simon Halink, Leeuwarden/Reykjavík. Nokkrir doktorsnemar tengjast verkefninu, auk hóps ráðgjafa.
Sérstök vefsíða fyrir verkefnið er í smíðum.
___________
Reclaiming the Northern Past is the title of an international research project based at the Reykjavík Academy. It was recently awarded a three-year project grant from the Icelandic Research Fund. The subtitle of the project, The Shaping of National and Transnational Identities through Old Norse Literature 1750-1900, provides further insight into the matter under investigation. The plan is to examine the productive reception of Old Norse literature in various cultural fields during the period, with a special focus on the role of the heritage in national discourse. The study will cover the Nordic countries and a few other countries in Northern Europe.
The research team hopes to adduce evidence for its view that the diversity of national ideas informed by this heritage has hitherto been underestimated. The team intends not to limit the scope of the study to accounts of the origins or formative histories of specific nation-states but also to examine ideas that were not realised in the political sphere. The interplay of discourses, as well as transnational self-images, will receive particular attention. The team’s methodological approach will be based on the latest studies of cultural nationalism, in addition to which it will take account of histoire croisée.
There are three principal investigators: Gylfi Gunnlaugsson, Reykjavík, who is also the project leader; Clarence E. Glad, Reykjavík, and Jon Gunnar Jørgensen, Oslo. Other direct participants are: Auður Hauksdóttir, Reykjavík; Bragi Þorgrímur Ólafsson, Reykjavík; Paula Henrikson, Uppsala; Gunilla Hermansson, Gothenburg; Thomas Mohnike, Strasbourg; Klaus Johan Myrvoll, Stavanger; Katja Schulz, Frankfurt am Main/Reykjavík, and Kim Simonsen, Tórshavn/Reykjavík. Simon Halink, Leeuwarden/Reykjavík, is a close collaborator. A number of doctoral students and a group of advisors will be associated with the project.
A special website for the project is under construction.